Digiqole ad

Marko Bakovic til Þórsara

 Marko Bakovic til Þórsara
Marko Bakovic (í svörtu treyjunni) hefur samið við Þórsara.

Þórsarar hafa samið við Króatann Marko Bakovic um að leika með liðinu á næsta tímabili í Domino’s deildinni í körfubolta.

Marko Bakovic lék í efstu deild í Króatíu með liðinu KK Gorica á síðustu leiktíð. „Hann er fjölhæfur framherji sem hefur leikið með unglingalandsliðum Króata bæði í U18 og U20,“ segir í tilkynningu Þórsara.

Á síðustu leiktíð var hann með að meðaltali 13,2 stig og 6,2 fráköst í leik í deildinni.