Írena með þrumufleyg á móti FH

Google+ Pinterest LinkedIn Tumblr +

Þorlákshafnarbúinn Írena Björk Gestsdóttir, sem spilar með Grindavík í Inkassodeild kvenna, gerði sér lítið fyrir og skoraði mark í 2-1 sigri á móti FH í gær.

Markið var glæsilegt og af 20 metra færi en í textalýsingu fotbolti.net var markinu lýst svo: „Írena Björk Gestsdóttir með alvöru slummu upp í skeytin af 20 metra færi. Þetta var af dýrari gerðinni!“

Hér að neðan má sjá myndir frá fótbolti.net sem Hafliði Breiðfjörð tók þar sem Írena fagnar með liðsfélögum sínum.

Deila grein:

Lokað fyrir athugasemdir.