Körfuboltinn kominn á fullt aftur

Dominos deild karla er kominn á fullt að nýju , eftir að æfingar og- keppnishald lá niðri vegna kórónaveirufaraldursins. Eftir grátlegt tap á móti nágrönnum okkar í Grindavík í síðustu umferð, tökum við á móti Stjörnunni í Mathús Garðarbæjarhöllinni í kvöld kl. 18:15. Næsti heimaleikur verður gegn ÍR, mánudaginn 25. janúar næstkomandi í Icelandic Glacial höllinni.

Mótið er hafið á ný og spilað er án áhorfenda, samkvæmt nýjustu reglugerð yfirvalda og sóttvarnarlæknis sem tók gildi þann 13. janúar síðastliðinn. Ekki er dagsetning komin á það hvenær næsta aflétting verður, og þá hvort búast megi við að einhverjir áhorfendur munu geta verið á pöllunum.

Á meðan fylgjumst við með strákunum okkar í sjónvarpinu og hvetjum þá áfram heima í stofu.

Ef fólk vill styrkja körfuboltadeildina er vert að minn á MatarKÖRFU Þórs 2021. Nýtt íslenskt grænmeti er þar boðið til sölu, frá sunnulenskum framleiðendum.
Karfa 1 kostar 3600 kr.
Karfa 2 kostar 5200 kr.

Pantanir fara fram í gegnum harpahilmars@simnet.is fyrir sunnudag og karfan afhent á miðvikudegi vikuna eftir.

Áfram Þór!
Hákon Svavarsson