Sterkur liðsigur Þórs gegn Stjörnunni

Fyrr í kvöld unnu Þórsarar frábæran sigur á Stjörnunni í Dominos deildinni í körfubolta 100-111.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar áttu frábæran seinni hálfleik sem skilaði sigrinum gegn sterku liði Stjörnunnar, sem voru taplausir fyrir leikinn í kvöld.

Stigaskor Þórsara dreifðist vel í kvöld. Adomas Drungilas átti virkilega flottan leik og skoraði hann 20 stig, tók 14 fráköst og gaf 5 stosendingar. Ragnar Örn skoraði 20 stig, Emil Karel og Larry Thomas skoruðu 16 stig. Styrmir Snær var frábær í kvöld en hann skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Callum Lawson 13 stig, Halldór Garðar 9 og Benedikt Þorvaldur 2 stig.