Styrmir Snær ausinn lofi af sérfræðingum Dominos körfuboltakvölds

Eins og við sögðum frá á föstudag, unnu Þórsarar sterkan liðssigur á Stjörnunni í Dominos deildinni í körfubolta.

Eftir leiki umferðarinnar, fóru sérfræðingar Dominos Körfuboltakvölds yfir leik Þórsara. Þar vöktu þeir athygli á glæsilegri frammistöðu Styrmis Snæs Þrastarsonar.

Styrmir Snær hefur í síðustu fjórum leikjum fyrir liðið sett niður 11 stig að meðaltali í leik, gefið þrjár stoðsendingar ásamt því að hrifsa niður fimm fráköst. Í leiknum gegn Stjörnunni, fóru 15 stig liðsins niður frá Styrmi, tók hann níu fráköst og varði einnig tvö skot.

Sérfræðingar Dominos Körfuboltakvölds jusu Styrmi lofi og sögðu meðal annars að um væri að ræða ungan og efnilegan leikmann með mikið sjálfstrausti, öflugan í sókn jafnt sem vörn.

Við erum hjartanlega sammála þeim og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni, en umræða þeirra um Styrmi má sjá á linknum hér að neðan.

https://www.visir.is/k/800e9210-88f9-4376-b0a3-2417ef79a259-1611435516956