Digiqole ad

47 stiga stórsigur Þórs gegn ÍR

 47 stiga stórsigur Þórs gegn ÍR

Þórsarar unnu frábæran 47 stiga sigur á ÍR fyrr í kvöld 105-58 þar sem Þórsarar voru í bílstjórasætinu allan leikin og ÍR-ingar áttu engin svör við leik Þórsara hvorki í vörn né sókn.

Allir tólf leikmenn Þórs skoruðu í leiknum og heilt yfir var mikið jafnvægi í stigaskori Þórsara í kvöld.

Ragnar Örn hitti mjög vel í kvöld og skoraði 18 stig. Adomas Drungilas var flottur með 17 stig og 11 fráköst. Styrmir Snær var virkilega góður með 16 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Halldór Garðar setti 12 stig, 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Callum Lawson 11 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Larry Thomas 9 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Emil Karel 8 stig og 5 fráköst, Tómas Valur (yngri bróðir Styrmis) setti 4 stig, Davíð Arnar 3 stig, Ísak Júlíus 3 stig, Benedikt Þorvaldur 2 stig og Ingimundur Orri 2 stig.

Þórsarar eru komnir á mikið skrið í deildinni með 3 sigra og sitja í 4. sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað. Næsti leikur Þórs er í Vesturbænum á fimmtudaginn þegar Íslandsmeistarar KR verða sóttir heim.