Flottir fulltrúar Þorlákshafnar með íslenska landsliðinu

Þorlákshöfn á tvo flotta fulltrúa í íslenska landsliðinu í körfubolta sem leikur tvo leiki í undankeppni HM 2023 í Kósóvó.

Þetta eru þeir Styrmir Snær Þrastarson, sem er eini nýliðinn í landsliðshópnum, og Baldur Þór Ragnarsson, sem er aðstoðarþjálfari liðsins.

Í dag mætir íslenska liðið Lúxemborg klukkan 15 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Íslenska liðið vann leikinn gegn Slóvakíu á fimmtudaginn og með þeim sigri tryggði liðið sér sigur í riðlinum og eru því komnir áfram í næstu umferð undankeppninnar.