Digiqole ad

Sterkur sigur Þórsara

 Sterkur sigur Þórsara

Þórsarar unnu sterkan sigur í gær þegar liðið mætti Njarðvík í Icelandic Glacial höllinni. Þórsarar leiddu leikinn og komust í 79-65 í þriðja leikhluta.

Gestirnir komu þó sterkir inn í fjórða leikhluta og voru loka mínútur leiksins vægast sagt spennandi en Þórsarar sigruðu leikinn 91-89

Var þetta fyrsti leikur Þórs á tímabilinu þar sem áhorfendur voru leyfðir og heyrðist vel í þeim í stúkunni.

Tölfræði Þórs: Larry Thomas 20, Styrmir Snær 19/11 fráköst, Adomas Drungilas 14/11 fráköst, Callum Reese Lawson 12/7 fráköst, Davíð Arnar 11, Emil Karel 9, Halldór Garðar 4/8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 2.