Þór-Njarðvík: Áhorfendur velkomnir á nýjan leik

Í dag, mánudaginn 1. mars, munu strákarnir okkar taka á móti Njarðvík í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og hefst leikurinn klukkan 18:15.

Áhorfendabann hefur verið á íþróttakappleikjunum síðan í október fyrra, en með nýjustu tilslökunum sem kynntar voru 23. febrúar síðastliðinn, mega félög taka inn áhorfendur með ákveðnum skilyrðum.

Hjá okkur munu 150 áhorfendur verða leyfðir, einn metri þarf að vera á mili óskyldra aðila, og allir þurfa að nota grímur.

Rafræn miðasala fer fram í gegnum appið Stubbur, en samkvæmt tilkynningu mega korthafar hafa samband í gegnum netfangið thorkarfa@gmail.com til að taka frá sæti.