Þórsarar hrukku í gang í seinni hálfleik og unnu góðan sigur

Frábær seinni hálfleikur og þá sérstaklega fjórði leikhluti skilaði flottum sigri Þórsara gegn ÍR í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 105-93 en Þórsarar náðu mest 24 stiga forystu í fjórða leikhluta.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar settu í fluggír í seinni hálfleik og varð leikurinn í raun aldrei í hættu eftir það.

Glynn Wat­son var virkilega flottur og náði tvö­faldri tvennu er hann skoraði 28 stig, tók 11 frá­köst og gaf 5 stoðsendingar. Þá var Davíð Arn­ar frábær, skoraði úr sjö af átta skot­um sín­um og endaði með 19 stig.

Luciano Massarelli og Daniel Mortensen skoruðu 16 stig hvor. Tómas Valur og Ragnar Örn skoruðu báðir 8 stig. Ronaldas Rutkauskas bætti við 6 stigum og Emil Karel skoraði 4.