Kjörfundur forsetakosninganna verður í grunnskólanum

Kjörfundur vegna forsetakosninganna laugardaginn 27. júní næstkomandi verður í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Egilsbraut 35, en ekki í Ráðhúsinu eins og verið hefur undanfarin ár. Í kjöri til forseta Íslands verða Guðni Th. Jóhann­es­son, núverandi forseti Íslands, og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son. Kjörfundur hefst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 22:00. Vakin er athygli á því að kjósendum […]Lesa meira

Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir búseturétt til sölu

Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir til sölu búseturétt í parhúsi sem staðsett er í byggðarkjarna eldri borgara í Þorlákshöfn. Sunnubraut 6 í ÞorlákshöfnTil sölu er búseturéttur í 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi. Í heildina er eignin 124,3 fm. og þar af bílskúr 28,6 fm. Húsið var byggt árið 2004 og er staðsett í rólegum og notalegum byggðarkjarna […]Lesa meira

30 kílómetra hámarkshraði í Bergunum

Ákveðið hefur verið að breyta hámarkshraða í Bergunum í Þorlákshöfn úr 50 í 30 kílómetra hámarkshraða. Þetta var samþykkt á síðasta fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss. Þar segir að á síðasta fundi hafi verið fjallað um erindi íbúa um hraðhindranir við Knarrarberg sem tekið var jákvætt í. „Komið hefur í ljós að vandamálið er ekki […]Lesa meira

Góður sigur í fyrsta leik

Ægismenn byrjuðu Íslandsmótið í 3. deild af krafti í gærkvöldi þegar þeir unnu öruggan 2-0 sigur á Vængjum Júpíters á Þorlákshafnarvelli. Goran Potkozarac skoraði fyrsta mark Ægis á 16. mínútu og Sigurður Óli Guðjónsson gulltrygði sigurinn á 85. mínútu. Aðstæður voru frekar erfiðar þar sem sterkur vindur gerði leikmönnum oft erfitt fyrir en Ægismenn létu […]Lesa meira

Ægismenn hefja leik í 3. deildinni

Í kvöld klukkan 20 fá Ægismenn Vængi Júpíters í heimsókn á Þorlákshafnarvöll og mætast liðin í fyrsta leik 3. deildar karla í fótbolta. Ægismenn fóru eftirminnilega upp úr 4. deildinni á síðustu leiktíð og verður gaman að fylgjast með liðinu í sumar. Nú er að drífa sig á völlinn og styðja okkar menn til sigurs. […]Lesa meira

Forvarnargildi félagsmiðstöðva í minni sveitarfélögum

Þegar litið er á íslenska unglinga má sjá ótrúlega mismunandi einstaklinga og fjölbreytta hópa. Í gegnum kynslóðirnar sést hvað áherslurnar breytast gríðarlega hratt þar sem á þessu tímabili breyta unglingar um stefnu og stað á stuttum tíma. Þau kynnast nýju fólki, taka fyrstu skrefin að sjálfstæði og þroskast mikið á örfáum árum. Fólk sem vinnur […]Lesa meira

Stórt humarlistaverk Kjartans afhjúpað við Hafið Bláa

Klukkan ellefu í morgun á þessum fallega þjóðhátíðardegi Íslendinga var afhjúpað stórt og tignarlegt listaverk við Hafið Bláa við ósa Ölfusár. Um er að ræða sex metra langan og mannhæðarháan humar sem settur var upp til að heiðra hetjur hafsins en verkið heitir Humar við hafið. Listamaðurinn er Þorlákshafnarbúinn og sjómaðurinn Kjartan B. Sigurðsson en […]Lesa meira

Leikskólinn Bergheimar fékk þriðja grænfánann

Síðastliðinn miðvikudag fékk Leikskólinn Bergheimar afhentan þriðja grænfánann sinn en Margrét Hugadóttir frá Landvernd afhenti skólanum fánann. „Börnin sungu lagið Vertu til er vorið kallar á þig og var Margrét með grænfánaleikfimi og tóku allir þátt. Búið var til líkan af Þorlákshöfn í vetur og komu öll börnin á leikskólanum að gerð þess. Líkanið tengist […]Lesa meira

Dagskrá 17. júní í Þorlákshöfn

Það verður nóg um að vera á 17. júní í Þorlákshöfn. Fimleika- og körfuboltadeild Þórs sjá um dagskrána á þjóðhátíðardaginn í ár og er hún fjölbreitt og skemmtileg eins og sjá má hér að neðan. Kl. 09:00 Fáni dreginn að húni Kl. 10:30-11:30 Fimleikafjör í íþróttahúsinu fyrir börnin Kl. 13:30 Skrúðganga frá Grunnskólanum Kl. 14:00-14:30 […]Lesa meira