Allir eru hér fyrir alla, það er það sem er

Hákon Svavarsson er Ölfusingur vikunnar að þessu sinni. Hákon hefur fjallað opinskátt um kvíða og þunglyndi og er hann að fara af stað með nýjan podcast þátt sem heitir Kvíðacastið. Hákon flutti til Þorlákshafnar fyrir 12 árum en hefur verið með annan fótinn hér allt sitt líf. Fullt nafn:Hákon Svavarsson Aldur:24 ár Fjölskylduhagir:Einhleypur, en fæ […]Lesa meira

Opið bréf til íbúa

Kæru íbúar í Þorlákshöfn og Ölfusi, Við þekkjum öll þá stöðu sem nú er upp.  Það ríkir almannavarnarástand vegna heimfaraldurs COVID-19 veirunnar.  Allir leggjast því á eitt við að tryggja öryggi samhliða því að gangverk samfélagsins virki, svo vel sem hægt er. Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hafa nú þegar unnið þrekvirki við að endurskoða allt […]Lesa meira

Sveitarfélagið Ölfus reynir að tryggja sem mesta þjónustu

Sveitarfélög um allt land vinna nú hörðum höndum að því að laga starfsemi sína að þeim aðstæðum sem uppi eru vegna þess almannavarnarástands sem nú ríkir vegna alheimsfaralds COVID-19 veirunnar.  Sveitarfélagið Ölfus er þar engin undantekning.  Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir að hlutverk þeirra sé algerlega skýrt, að tryggja órofinn rekstur sem víðast þótt sannarlega verði […]Lesa meira

Kæru bæjarbúar

Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir nýjum áskorunum vegna Kórónaveirunnar. Samkomubann tekur gildi eftir helgi og takmörkun á skólastarfi hefur verið gefið út. Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur lokað tímabundið og enn á eftir að finna út hvernig grunn- og leikskóli verður starfræktur. Starfsdagur fer fram á báðum stöðum á mánudag. Ýmis afþreyingarefni sem og stórar […]Lesa meira

Þórsarar missa af úrslitakeppninni

Þór tapaði í gær gegn sterku liði Keflavíkur í Domino’s deild karla í gærkvöldi 78-63. Eftir tapið varð ljóst að sæti í úrslitakeppninni væri farið. Liðið er núna í baráttu við Val og nafna sína frá Akureyri um að halda sæti sínu í deildinni en það mun ráðast eftir síðasta leik deildarkeppninnar. Alls óvíst er […]Lesa meira

Starfsdagur í leik- og grunnskólanum á mánudaginn

Starfsdagur verður mánudaginn 16. mars bæði í grunn- og leikskólanum í Þorlákshöfn og verða nemendur því heima þann dag. Eins og fram kom í dag þá hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið og ýmsar skorður settar varðandi samskipti nemenda. Um er að ræða tímabilið […]Lesa meira

Kennari í FSu greindur með COVID-19

Einn kennari Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur verið greindur með COVID-19 veiruna en þetta kemur fram í tölvupósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari sendi á nemendur og forráðamenn í morgun. Sunnlenska.is greinir frá. Umræddur kennari kom ekki í skólann í gær en hann veiktist í fyrrakvöld. Eins og aðrir framhaldsskólar þá verður Fjölbrautaskóli Suðurlands lokaður í fjórar […]Lesa meira

Öllum tilboðum í nýjan dráttarbát hafnað

Framkvæmda- og hafnarnefnd Ölfuss hafnaði öllum þeim tilboðum sem bárust í nýjan dráttarbát í Þorlákshöfn og voru öll tilboð í bátinn langt yfir kostnaðaráætlun sveitarfélagsins. Þrjú tilboð bárust í dráttarbátinn og voru þau öll meira en helmingi dýrari en kostnaðaráætlunin gerði ráð fyrir sem var upp á 1.450.000 evrur. Það miðaðist við 12 ára gamlan […]Lesa meira

Hafdís lét ekki blekkjast af svikahrappi

Hafdís Sigurðardóttir, launafulltrúi Ölfuss, lét ekki blekkjast í morgun þegar hún fékk tölvupóst sem virtist vera frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra Ölfuss. Í póstinum sem merktur var Elliða var Hafdís beðin um að leggja launin hans inn á breska bankareikninginn hans. Elliði segir frá þessu á Facebook síðu sinni en um var að ræða svikapóst þar […]Lesa meira

Takmörkun á þjónustu og starfsemi fyrir fólk í viðkvæmri stöðu

Sveitarfélagið Ölfus hefur tekið ákvörðun um að takmarka starfsemi sína í þjónustumiðstöð aldraðra að Egilsbraut 9 í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Ákvörðunin er tekin með tilliti til fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Eftirfarandi takmarkanir gilda frá og með […]Lesa meira