Larry Thomas til liðs við Þórsara

Þórsarar hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Larry Thomas um að leika með liðinu í Dominos deildinni í körfubolta í vetur. Larry Thomas hefur spilað á Íslandi síðustu ár og lék á síðasta tímabili með Breiðablik í fyrstu deildinni þar sem hann skoraði að meðaltali 24 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar að meðaltali […]Lesa meira

Íbúar Ölfuss aldrei verið fleiri

Íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi hafa aldrei verið fleiri en 1. september síðastliðinn voru íbúarnir 2306 talsins. Á sama tíma í fyrra voru íbúar Ölfuss 2244 og 1. september 2018 voru þeir 2143 . Þá má geta þess að í byggingu eða undirbúningi eru nú þrjár blokkir, 80 par- og raðhús og 25 einbýlishús í sveitarfélaginu.Lesa meira

Ferð í Landmannalaugar í boði Kiwanisklúbbsins Ölvers

Fimmtudaginn 27. ágúst sl. fóru nemendur 8. og 9. bekkja Grunnskólans í Þorlákshöfn í frábæra ferð í Landmannalaugar. Aðdragandi verkefnisins er að fyrir tveimur árum komu fulltrúar Kiwanisklúbbsins Ölvers að máli við skólastjórnendur og óskuðu eftir að fá að koma að fræðslu- og forvarnarmálum unglinganna í skólanum. Til verkefnisins vildu þeir verja ágóða af svokölluðu […]Lesa meira

Búseturéttur á Mánabraut til sölu

Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir til sölu búseturétt í parhúsi sem staðsett er í byggðarkjarna eldri borgara í Þorlákshöfn. Mánabraut 7 í ÞorlákshöfnTil sölu er búseturéttur í 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi. Í heildina er eignin 122,5 fm. og þar af bílskúr 28,6 fm. Húsið var byggt árið 2007 og er staðsett í rólegum og notalegum byggðarkjarna […]Lesa meira

Matvælaframleiðsla á krossgötum

Þann 25. ágúst n.k. mun Sveitarfélagið Ölfus í samstarfi við Ölfus Cluster standa fyrir Örþingi sem ber yfirskriftina “Matvælaframleiðsla á Krossgötum”. Á næstu 40 árum þarf mannkynið að framleiða jafn mikið af mat og það hefur gert seinustu 8000 árin. Þar ræður fjölgun mannkynsins og vöxtur millistéttarinnar. Þetta verður ekki gert nema með nýrri hugsun […]Lesa meira

Suðurnesjaliðin mæta á Icelandic Glacial mótið

Hið árlega Icelandic Glacial mót í körfubolta fer fram í Þorlákshöfn dagana 17., 20. og 24. september næstkomandi. Auk gestgjafanna í Þór taka þátt í mótinu Suðurnesjaliðin þrjú í Dominos deildinni, Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Nánari upplýsingar og leikjaniðurröðun verður auglýst síðar.Lesa meira

Sterkur útisigur Ægismanna

Ægismenn gerðu góða ferð í Grafarvoginn í gærkvöldi þegar þeir unnu sterkan sigur á heimamönnum í Vængjum Júpíters í 3. deildinni í knattspyrnu. Eina mark leiksins skoraði leikmaður Vængja Júpíters í eigið mark á 71. mínútu leiksins. Eftir leikinn sitja Ægismenn í 7. sæti með 13 stig og hafa núna unnið tvo leiki í röð. […]Lesa meira

Mistral í Þorlákshöfn í fyrsta sinn

Mistral, nýjasta skip Smyril Line, lagðist að bryggju í Þorlákshöfn í fyrsta sinn upp úr klukkan tvö í dag. Skipið er það stærsta sem komið hefur til þjónustu í Þorlakshöfn en það er 153 metra langt og 21 metra breitt. Mistral mun leysa Akranes af í siglingum milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku.Lesa meira

Þórsarar semja við Adomas Drungilas

Þórsarar hafa gert tveggja ára samning við Adomas Drungilas og mun hann því leika næstu tvö tímabil með Þórsurum í Dominos deildinni í körfubolta. Adomas er 29 ára, 203 sentímetra framherji frá Litháen. Hann hefur spilað víða um Evrópu sem atvinnumaður nú síðast í Eistlandi. Þórsarar binda vonir við að Adomas muni þétta raðirnar í […]Lesa meira

Einingarverksmiðjan flytur í Ölfusið

Einingaverksmiðjan og Sveitarfélagið Ölfus hafa nú komist að samkomulagi um að starfsemi Einingarverksmiðjunnar flytjist í Ölfus. Til þess að það verði mögulegt verður ráðist í byggingu á allt að 4000 fermetra iðnaðarhúsum, gerð efnissílóa og fleira á Nessandi, nýskipulögðu iðnaðarsvæði í útjaðri Þorlákshafnar. Einingaverksmiðjan hefur í hátt í 30 ár sérhæft sig í framleiðslu forsteyptra […]Lesa meira