Sýning Róberts Karls Ingimundarsonar er enn í fullum gangi en á nýjum stað undir stiganum í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.
Þema sýningarinnar eru myndir frá Hafnardögum 2012 og því ekki úr vegi að koma sér í Hafnardaga gírinn með því að skoða stemninguna á hátíðinni frá því í fyrra.
Sýningin verður í gangi að minnsta kosti út júní mánuð.