Nýr bæjarstjóri tekinn til starfa í Ölfusi

Gunnsteinn R. Ómarsson
Gunnsteinn R. Ómarsson

Nýr bæjarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson tók til starfa þann 15.maí síðastliðinn í Ölfusi. Gunnsteinn hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum, en hann gegndi stöðu bæjarstjóra í Rangárþingi Ytra áður en hann var ráðinn til starfa sem bæjarstjóri í Ölfusi. Eins og kunnugt er lét Ólafur Örn Ólafsson af störfum sem bæjarstjóri á dögunum af persónulegum ástæðum, en hann hafði gegnt stöðu bæjarstjóra síðastliðin þrjú ár.

Hafnarfréttir bjóða Gunnstein velkominn til starfa og þakka jafnframt Ólafi Erni fyrir sín störf.