Fimleikadeildin T1 verður með konukvöld fyrir konur á öllum aldri í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fimmtudaginn 20.júní frá kl. 18-21.
Aðgangseyrir eru litlar 2000 kr.
Innifalið í miðanum er humarsúpa, heimabakað brauð, súkkulaði, kaffi sem og ýmsar uppákomur sem stelpurnar í T1 sjá um eins og danssýning, söng- og tónlistaratriði.
Númeraðir miðar og glæsilegir vinningar á borð við hótelgistingu, 5 rétta máltíð á Tapashúsinu, dagpassa í spa, fjarþjálfun, dekurnudd og fleira góðgæti.
Á staðnum verða einnig kynninga og sölubásar svo sem fata- og skartgripahönnuðir, húð- og snyrtivörur, húsbúnaður, kerti, ýmis konar handverk og fleira.
Hægt er að skrá mætingu á facebook undir viðburðinum Konukvöld í Þorlákshöfn. Einnig er hægt að hafa samband við Emmu Dröfn Bjarnadóttur í síma 866-0072.