Leikskólinn Bergheimar óskar eftir starfsfólki

Leikskólinn Bergheimar í vetrarham.
Leikskólinn Bergheimar í vetrarham.

Leikskólinn Bergheimar auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 50% stöðu eftir hádegi og einnig er auglýst eftir 100% afleysingu í óákveðin tíma. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfsins er skólanum heimilt að ráða annan í stöðuna.

Bæði kyn eru hvött til að sækja um og eru laun greidd samkvæmt kjarasamningi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 14. ágúst 2013.

Menntunar- og hæfniskröfur eru svo hljóðandi

  • Leikskólakennaramenntun, önnur háskólamenntun eða reynsla á sviði uppeldis og kennslu
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Jákvæði og áhugasemi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu og skal skilað þangað eigi síðar en 12.júlí 2013.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum og í síma 4833808 á vinnutíma. Einnig er hægt er að senda netpóst á asgerdur@olfus.is og dagny@olfus.is.