Þrumufleygar stóðu uppi sem sápuboltameistarar

sapubolti_sigurvegararSápuboltamót Ungmennaráðs Ölfuss lauk í gærkvöldi og tókst það með eindæmum vel. Veðrið lék við keppendur og almenn gleði var við völd.

Liðið Þrumufleygar komu sáu og sigruðu að þessu sinni en liðið skipa þeir Davíð Arnar, Guðjón Axel, Halldór Garðar, Matthías Orri og Magnús Breki.

Góð mæting var á grasið við grunnskólann en til leiks voru skráðir 25 keppendur í 5 liðum en auk þess mættu fjölmargir til að fylgjast með því sem fyrir augum bar.