Þúsund tonna aukning hjá Náttúru fiskirækt

bleikja01Á fundi bæjarstjórnar fyrir skemmstu var samþykkt bókun skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar um að stækka bleikjueldisstöð Náttúru fiskiræktar ehf. í Þorlákshöfn úr 200 tonna framleiðslu uppí 1.200 tonn. Þetta er því aukin framleiðsla uppá 1.000 tonn að því uppfylltu að öllum ákvæðum um hreinsimannvirki sé framfylgt.

Náttúra fiskirækt hefur nýlega tekið til starfa í Þorlákshöfn en fyrirtækið er staðsett þar sem gamla fiskeldið var við hliðina á hesthúsunum.

Unnið var hörðum höndum af fyrirtækjum í Þorlákshöfn við að koma starfseminni í gang á gamla fiskeldissvæðinu og má þar nefna Járnkarlinn og Rafvör.