Þriðji flokkur karla Rey Cup meistarar

Strákarnir fagna innilega að móti loknu. Mynd: Fjóla Halldóra
Strákarnir fagna innilega að móti loknu. Mynd: Fjóla Halldóra

Þriðji flokkur Ægis gerði virkilega góða ferð á Rey Cup um helgina og stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins í sínum flokki.

Liðið lék úrslitaleik við Sindra og unnu þann leik 1-0 og fóru þar að auki taplausir í gegnum allt mótið.

Mjög góður árangur hjá þessum öflugu drengjum sem eiga án efa eftir að láta til sín taka í framtíðinni.