Þórsarar á leið til Hafnar

thorsteinnÍ þessum töluðu orðum er körfuknattleikslið Þórs í langferðabíl á leið til Hafnar í Hornafirði. Liðið mætir þar Sindra í 32 liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar og hefst leikurinn klukkan 16:00.

„Það er mikil steming á okkur. Erum að fá okkur að borða á Kirkjubæjarklaustri“ sagði Þorsteinn Már leikmaður Þórs léttur í bragði þegar Hafnarfréttir slógu á þráðinn.

Næsti leikur Þórs í deildinni er síðan á fimmtudaginn þegar stórlið Keflavíkur verður heimsótt en bæði lið eru taplaus í deildinni.