Fornmunir fundust við hafnarsvæðið

gamlar_floskurVið uppgröft á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn þar sem SS mun reisa nýtt 1500 fermetra vöruhús fundust merkilegir fornmunir.

Hákon Hjartarson átti leið hjá hafnarsvæðinu í gær þegar hann rakst á gamlar glerflöskur undan 7Up og Sinalco gosdrykkjum. Merkilegt er að sjá 7Up í eins líters glerflösku sem og Sinalco sem þótti mjög vinsæll drykkur á árum áður.

Samkvæmt niðurstöðum Hafnarfrétta eftir dágóðar kannanir má reikna með að flöskurnar séu frá árunum 1970-1979 eða um 40 ára gamlar.