Þór heimsækir Skallagrím í bikarnum

thor_skallagrimur-9Í kvöld taka Skallagrímsmenn á móti Þórsurum í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik.

Leikurinn fer fram á heimavelli Skallagríms í Borgarnesi og hefst hann klukkan 19:15.

Síðastliðinn mánudag mættust sömu lið í Dominos deildinni þar sem Þórsarar fóru með öruggan sigur. Búast má fastlega við því að Skallagrímur mæti af krafti til leiks en þeir vilja væntanlega ekki endurtaka síðasta leik liðanna.

Að öllum líkindum verður hörku barátta í Borgarnesi í kvöld en Skallagrímsmenn eru aldrei auðveldir heim að sækja.