Jólastund Tóna og Trix á laugardaginn

tonarogtrix01Hin árlega jólastund Tóna og Trix verður laugardaginn 7. desember kl. 15.00 í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Þar mun að venju vera notaleg stund við kertaljós þar sem tónleikagestir geta notið jólatónlistarinnar ásamt því að gæða sér á heitu súkkulaði og piparkökum.

Tónar og Trix munu vera í aldeilis góðum félagsskap því báðir kórar grunnskólans munu koma fram sem og trompetleikarinn Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og saxófónleikarinn Katrín Stefánsdóttir en þær eru báðar nemendur við Tónlistarskóla Árnesinga. Þá mun einnig hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson leika af fingrum fram með Tónum & Trix.

Stjórnandi Tóna & Trix og yngri kór Grunnskólans í Þorlákshöfn er Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Eldri kór Grunnskólans í Þorlákshöfn er stjórnað af Gesti Áskelssyni og Ásu Berglindi.

Kærleikskveðjur frá öllum í Tónum & Trix sem vonast til þess að eiga þessa notalegu stund með sem flestum Þorlákshafnarbúum, vinum, ættingjum og öðrum velunnurum.

Aðgangseyrir er 1500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri og innifalið í því er heitt súkkulaði. Athugið að ekki er posi á staðnum.