Þór fær ÍR í heimsókn

Raggi Nat og Baldur munu láta á sér kveða í kvöld.

Í dag mæta Breiðhyltingar úr ÍR í heimsókn til Þorlákshafnar og etja kappi við heimamenn í Þór.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í Icelandic Glacial höllinni.

Þórsarar eru á fínu skriði þessa dagana en þeir lögðu Grindavík eftirminnilega af velli síðastliðinn fimmtudag. ÍR er farið að hungra mikið í sigur en þeir eru einungis með tvo sigra í vetur.

Því má reikna með hörku leik í Glacial höllinni í kvöld.