Sæti í úrslitum í húfi

brooklyn_brawlersÍ kvöld mun ráðast hvort Þór komist í úrslit Powerade bikarsins í körfu í fyrsta sinn í sögu félagsins en til þess þarf liðið að vinna Grindavík í kvöld.

Leikurinn fer fram á heimavelli íslandsmeistaranna í Grindavík. Heimamenn hafa feiknar sterkt lið og ætla sér væntanlega ekki að leyfa Þór að vinna tvo leiki í röð á sínum eigin heimavelli en Þór vann Grindavík í deildinni fyrir jól.

Þórsarar þurfa að spila sinn besta leik í kvöld til að fara með sigur af hólmi og skiptir stuðningur Þórsara miklu máli. Leikurinn hefst klukkan 19:15.