Styrmir bætir íslandsmet sitt í hástökki – Myndband

styrmirdan_hastokkStyrmir Dan Steinunnarson, frjálsíþróttamaður í Þór, bætti eigið íslandsmet 15 ára pilta í hástökki á Meistaramóti Íslands í flokki fullorðinna í dag. Styrmir stökk 1.91 cm og endaði hann í þriðja sæti mótsins.

Fyrra íslandsmet Styrmis var 1.90 cm. sem hann sló eftirminnilega fyrir jól og hafði þá slegið 28 ára gamalt íslandsmet.

Frábær árangur hjá þessum unga frjálsíþróttamanni okkar sem heldur áfram að fljúga upp á við.