Sýning leikskólabarna á bókasafninu

leikskolaborn01Í dag er haldið upp á Dag leikskólans í leikskólum landsins og er þá margt gert til að vekja athygli á fjölbreyttu og mikilvægu starfi leikskólanna.  Í Þorlákshöfn hefur um margra ára skeið verið unnið sérstaklega með stærfræði í leikskólanum Bergheimum.  Þessi áhersla á stærfræði hefur leitt til þess að börnin hér virðast eiga auðvelt með stærðfræðina þegar kemur í grunnskólann og hafa staðið sig vvel í samræmdum stærðfræðiprófum grunnskólanna.  Á morgun, 7. febrúar, er Dagur stærðfræðinnar, sem einnig er haldið upp á í leikskólanum í Þorlákshöfn.

Af tilefni þessara tveggja daga, hafa börnin búið til stærðfræðitengd verkefni.  Afraksturinn má sjá á Bæjarbókasafni Ölfuss, en þangað komu hópar barna í vikunni til að hengja upp verkefnin sín og létu rok og leiðinlegt veður ekki stöðva sig.  Þetta voru kátir krakkar, ánægðir með sýninguna sína og hefðu örugglega gaman af því ef foreldrar kæmu með þeim á bókasafnið að skoða verkin þeirra.

Sýningin stendur yfir til 17. febrúar og eru allir velkomnir á opnunartíma bókasafnsins