Stórleikur í höfninni í kvöld

thor_stjarnan-16Dominos deild karla í körfubolta heldur áfram hjá Þórsurum í kvöld en þá mætir lið Keflavíkur í Icelandic Glacial höllina.

Keflavík situr á toppi deildarinnar ásamt KR-ingum og hafa einungis tapað einum leik í vetur. Þór er í fimmta sæti og berjast fyrir því að klífa hærra í töflunni en efstu fjögur liðin í lok tímabils fá heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.

Það er því mikið í húfi í kvöld hjá Þórsurum og um að gera að mæta í höllina og hvetja okkar menn áfram í þessum mikilvæga leik. Leikurinn hefst eins og svo oft áður klukkan 19:15.