Digiqole ad

Sjálfstæðisfélagið Ægir leitar eftir fólki

Sjálfstæðisfélagið Ægir í Ölfusi leitar nú eftir einstaklingum sem hafa áhuga á sveitastjórnamálum og vilja taka þátt í mótum samfélagsins til framtíðar.

Leitað er að einstaklingum sem eru tilbúnir að leggja lóð á vogaskálarnar í komandi sveitastjórnakosningum í vor. 

Einnig eru ábendingar frá fólki vel þegnar. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Þór Emilsson í síma 840-2231 ( thor.emilsson@gmail.com) eða Val Rafn Halldórsson í síma 868 1895 ( valur@olfus.is) fyrir 14. febrúar næstkomandi.