Meitillinn endurreistur í Þorlákshöfn

meitillinn01Fyrir ekki svo margt löngu tóku hjónin Sigmar Karlsson og Guðrún Sigríks Sigurðardóttir við rekstri Viking Pizza í Þorlákshöfn. Þau hafa nú breytt nafni veitingastaðarins í hið sögufræga nafn „Meitillinn.“

meitillinnÞann 10. júní árið 1949 var stofnað útgerðarfélagið Meitillinn hf. með hlutafé frá sveitungum. Þá var hafist handa við útgerð á fimm vélbátum snemma næsta ár og íbúafjöldi bæjarins jókst úr 2 uppí 14 árið 1951. Segja má að Meitillinn hafi verið grunnurinn að tilveru Þorlákshafnar.

Núna 65 árum síðar hefur Meitillinn hlotið nýtt líf og að þessu sinni sem veitingastaður. Meitillinn býður uppá eitthvað fyrir alla, grill, pizzur og heimilismat í hádeginu. Í tilefni opnunar verður 15% afsláttur af matseðli til 12. mars.