Þór / Grindavík bikarmeistari í 11. flokki

Halldór Garðar sækir að körfu Breiðabliks í dag. Mynd: Karfan.is
Halldór Garðar sækir að körfu Breiðabliks í dag. Mynd: Karfan.is

Sameiginlegt lið Þórs og Grindavíkur varð í dag bikarmeistari í 11. flokki karla í körfubolta eftir að hafa lagt Breiðablik af velli í úrslitaleik í Grindavík fyrr í dag.

Fjórir drengir frá Þorlákshöfn spiluðu í dag en það eru þeir Magnús Breki Þórðarson, Halldór Garðar Hermannsson, Jón Jökull Þráinsson og Matthías Orri Elíasson. Halldór Garðar og Jón Jökull áttu góðan leik þar sem Halldór var stigahæstur og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jón Jökull bætti síðan við 13 stigum og þar af þrjá þrista.

Glæsilegur árangur hjá þessum drengjum sem eiga framtíðina fyrir sér í körfunni.