Þór mætir sterku liði Hauka í Hafnarfirði

thor_stjarnan-4Lið Þórs leggur í dag leið sína í Hafnarfjörðinn þar sem þeir etja kappi við heimamenn í Haukum í Dominos deildinni í körfubolta.

Bæði lið eru í mikilli baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni en Haukar eru 2 stigum ofar en Þór í 5. sæti deildarinnar. Með sigri Þórs í kvöld verða liðin jöfn að stigum í 5. sæti.

Haukarnir verða erfiðir heim að sækja en þeir hafa unnið bæði Keflavík og Njarðvík í einni og sömu vikunni. Þórsarar þurfa að eiga topp leik gegn sterku liði Hauka en liðin hafa sigrað hvort annað í vetur í deild og bikar.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði.