Jónas og LÞ á stórtónleikum í Grindavík

ludrasveit_harpa2014-21Laugardaginn 22. mars fara fram stórtónleikar í Grindavík í tilefni 40 ára afmæli bæjarins. Á tónleikunum verða samankomin Jónas Sig, Lúðrasveit Þorlákshafnar, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræður.

Þessi hópur var einmitt samankominn í Þorlákshöfn í október síðastliðnum á Landsmóti lúðrasveita. Má því reikna með öflugum tónleikum í Grindavík þegar 80 manna lúðrasveit verður þar saman komin ásamt Jónasi og Fjallabræðrum.

Miðasala í Þorlákshöfn fer fram annað kvöld, fimmtudaginn 13. mars frá klukkan 20-22 út í tónlistarskóla og kostar miðinn 3.900 kr. Fólk þarf að mæta með pening þar sem enginn posi verður á staðnum.