Þórsarar taka á móti Grindvíkingum í kvöld

thor_skallagrimur-3Í kvöld fer fram næstsíðasti leikur deildarkeppninnar hjá Þórsurum í Dominos deildinni í körfubolta. Nágrannar okkar í Grindavík sækja höfnina heim og mæta Þórsurum í Icelandic Glacial höllinni.

Reikna má með hörku rimmu eins og svo oft þegar þessi lið mætast en eins og staðan er í dag fyrir leik þá munu þessi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst í lok mánaðarins.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er tilvalið að þjófstarta helginni og styðja drengina til sigurs í þessum leik.