Glæsileg viðbygging leikskólans tekin í notkun

bergheimar01Í dag verður ný og glæsileg 500 fermetra viðbygging við leikskólann Bergheima formlega tekin í notkun og af því tilefni verður opið hús frá klukkan 14-16 í dag, föstudag.

Afhentir verða lyklar af húsinu og flutt verða stutt ávörp klukkan. Boðið verður uppá kökur og kaffi í tilefni dagsins og eru allir velkomnir.