Þorsteinn Már líklega frá út tímabilið

thorsteinn-1Þorsteinn Már Ragnarsson, körfuknattleiksmaður í Þór, mun að öllum líkindum ekki spila meira með liðinu á þessu tímabili sökum hnjámeiðsla en frá þessu greinir hann í samtali við Hafnarfréttir. Þorsteinn fór í myndatöku á dögunum og í ljós kom að hann er með rifinn liðþófa og mun hann fara í aðgerð í lok mars.

Ljóst er að Þórs liðið mun sakna krafta Þorsteins í baráttunni sem eftir er en þá er ekkert annað í stöðunni en að aðrir leikmenn stígi upp og taki meiri ábyrgð fyrir liðið.