mynd4Karlmenn Þorlákshafnar hafa aldeilis fína ástæðu til að lifta sér upp í kvöld, laugardag, en körfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir herrakvöldi í Ráðhúsinu.

Deildin hélt herrakvöld í fyrsta sinn fyrir ári síðan og heppnaðist það með eindæmum vel og er svo komið að nú á að endurtaka leikinn. Í boði verður fordrykkur, veglegur matur, pub quiz, uppboð og fleira.

Húsið opnar klukkan 19:30 en þeir sem ekki hafa pantað miða þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að kaupa miða við hurð. Hér má sjá viðburðinn á Facebook þar sem hægt er að sjá nánari útlistun á dagskrá kvöldsins.