Herrakvöld Þórs fór fram í gærkvöldi þar sem fjöldi karlmanna var saman kominn til að skemmta sér og um leið styrkja körfuknattleiksdeild Þórs. Mætingin var virkilega góð og kvöldið vel heppnað í alla staði.
Einn hápunktur dagskrárinnar var uppboð þar sem mönnum gafst færi á að bjóða í ljósmyndir, málverk og Þórs búninga. Daníel Kárason gerði sér lítið fyrir og bauð 100 þúsund krónur í flottta ljósmynd á striga eftir baráttu við útgerðarmann í bænum. Daníel átti hæsta boð kvöldsins og styrkti þar með deildina mjög veglega ásamt öllum hinum sem tóku þátt í uppboðinu.