Þór mætir Grindavík í úrslitakeppninni

IMG_20140313_210147Þórsarar töpuðu í gær síðasta leik deildarkeppninnar í körfubolta þegar þeir mættu ÍR í Breiðholti. Leikur Þórs hefur oft verið betri en í gær og virtist hugur leikmanna vera kominn í úrslitakeppnina sem hefst einmitt á fimmtudaginn þegar Þór mætir Grindavík.

Fyrsti leikurinn í 8 liða úrslitum verður á heimavelli Grindavíkur á fimmtudaginn og leikur tvö verður síðan í Þorlákshöfn. Vinna þarf 3 leiki til að komast áfram í undanúrslit.