10. bekkur sýnir leikritið Þorparann

orparinn_01Þriðjudaginn 18. mars kl. 20.00 sýnir 10. bekkur Grunnskólans í Þorlákshöfn leiksýninguna Þorparann. Leikverkið er að mestu samið í kringum lög Magnúsar Eiríkssonar sem öllum ættu að vera vel kunn. Undirleikur er í höndum valinkunnra hljómlistarmanna.

Miðaverð er 1500 kr. Hægt er að panta miða hjá Lóu skólaritara í síma 480 3850 eða á netfangið loa@olfus.is.