Nýjir leikmenn til liðs við Ægi

aegir_nyjirleikmennMeistaraflokkur Ægis í fótbolta heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar. Sex leikmenn skrifuðu undir hjá félaginu á dögunum en fimm þeirra koma frá Val og einn frá Augnablik.

Leikmennirnir heita Halldór Kristján Baldursson, Darri Egilsson, Andri Sigurðsson, Daníel Rögnvaldsson, Tómas Aron Tómasson og Breki Bjarnason og eru allir fæddir ’94 nema Daníel sem er árinu eldri.