Úrslitakeppnin hefst í kvöld hjá Þórsurum

thor_stjarnan-14Þá er sá tími genginn í garð sem margir körfuknattleiksunnendur hafa beðið eftir en það er sjálf úrslitakeppnin í Dominos deildinni.

Í dag mæta Þórsarar liði Grindavíkur í 8 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst hann klukkan 19:15.

Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit en leikur tvö verður í Þorlákshöfn á sunnudaginn. Tilvalið fyrir Þorlákshafnarbúa að skella sér til Grindavíkur í kvöld og hvetja Þórsara áfram á erfiðum útivelli.