1-0 fyrir Grindavík: Heimaleikur á sunnudaginn

thomas_01-1Þórsarar töpuðu fyrir Grindavík í fyrsta leik 8 liða úrslitanna í Dominos deildinni í körfubolta í gær. Lokatölur voru 92-82 þar sem öflugur kafli Grindavíkur í fjórða leikhluta gerði út um vonir Þórs um sigur eftir annars jafnan og spennandi leik.

Stigahæstir Þórsara voru Mike Cook Jr. með 25 stig, Ragnar Nathanaelsson 19 stig og hirti einnig 13 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson setti niður 17, Nemanja Sovic 10, Baldur Þór Ragnarsson 8 og Emil Karel Einarsson 3.

Leikur númer tvö fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn á sunnudaginn og er mjög mikilvægt fyrir Þórs liðið að vinna þann leik en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.