Þórsarar geta jafnað metin á heimavelli í kvöld

IMG_20140313_210147Í kvöld fer fram leikur númer tvö í 8 liða úrslitum Dominos deildarinnar þegar Þór tekur á móti Grindavík í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Grindavík vann fyrsta leikinn í Grindavík og er mjög mikilvægt fyrir Þórsara að jafna metin í kvöld en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Þórsarar þurfa á góðum stuðningi að halda í kvöld gegn feiknar sterkum Grindvíkingum. Tilvalið að skella sér á völlinn á þessum fína sunnudegi og hvetja okkar drengi áfram. Leikurinn hefst klukkan 19:15.