Ægismenn halda áfram að styrkja sig

Meistaraflokkur Ægis í fótbolta heldur áfram að styrkjast fyrir átökin í 2. deildinni í sumar og hafa nokkrir leikmenn skipt yfir til liðsins og/eða komið á láni nú í apríl mánuði.

nyjirleikmenn_aegir
Frá vinstri: Haukur, Pálmi, Róbert, Aron, Sigurður, Ágúst og Andri

Tveir Þorlákshafnardrengir eru komnir aftur á heimaslóðir, þeir Haukur Andri Grímsson og Pálmi Þór Ásbergsson. Haukur spilaði með Stokkseyri á síðasta tímabili en Pálmi kemur til baka frá Selfossi.

Róbert Rúnar Jack kemur að láni frá Víking Reykjavík, Aron Ingi Davíðsson kemur frá Fjölni og Sigurður Eyberg Guðlaugsson kemur frá Selfossi. Þá kemur Ágúst Freyr Hallsson einnig að láni frá Víking og Andri Þór Arnarson markmaður að láni frá Fjölni.