Sameiginlegt lið Þórs og Grindavíkur íslandsmeistarar

grindavik_thor01Í dag fór fram úrslitaleikur íslandsmótsins í 11. flokki í körfubolta þar sem sameiginlegt lið Þórs og Grindavíkur unnu sigur á liði Breiðabliks 75-64.

Þrír Þorlákshafnarpiltar léku í sigurleiknum í dag en það voru þeir Halldór Garðar Hermannsson, Jón Jökull Þráinsson og Matthías Orri Elíasson. Halldór Garðar og Jón Jökull áttu mjög góðan leik, Halldór setti 14 stig og tók 9 fráköst auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Jón skoraði 13 stig og tók 7 fráköst í leiknum.

Frábær árangur hjá þessum öflugu drengjum sem eru núna tvöfaldir meistarar en þetta sama lið varð bikarmeistari fyrr á árinu.