Viðsnúningur í fjármálum

SveinnSteinarssonÁleitin spurning sótti á mig á haustmánuðum um hvort áfram skildi haldið í bæjarstjórnarmálum eður ei. Svarið var lengi að fæðast enda talsverð fórn á eigin tíma og tíma fjölskyldunnar að standa í bæjarstjórnarmálum, það vita þeir best sem reynt hafa. Niðurstaðan var að áfram skildi haldið og helsta ástæðan áhugi og umhyggja fyrir okkar ágæta sveitarfélagi og íbúum þess. Það eru fjölmörg stór og smá mál  sem mig langar til að fylgja eftir til uppbyggingar í sveitarfélaginu og  finnst varða framtíðarhagsmuni þess. Eftir að við sem höfðum leitt listann í síðustu kosningum ákváðum að halda áfram, var mjög ánægjulegt hversu vel gekk að fá til liðs við okkur frábæran hóp af nýjum einstaklingum í bland við eldri félaga. Er það vonandi merki þess að vegferð okkar á líðandi kjörtímabili hafi verið farsæl. Það er óhjákvæmilegt annað í lok kjörtímabils en líta sem snöggvast  um öxl og horfa yfir það helsta sem áunnist hefur.

Sterkur fjárhagur Sveitarfélagsins Ölfuss

Mikill viðsnúningur hefur orðið í fjármálum sveitarfélagsins og hefur svokallað skuldaviðmið breyst frá því að vera 198% í upphafi kjörtímabils í 110%  í lok árs 2013 og rekstrar-  afkoma samstæðunnar síðasta ár jákvæð um 93,8 millj. Til upplýsingar eiga skuldaviðmiðunarmörk sveitarfélaga ekki að fara yfir er 150% samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Það hefur því tekist að lækka skuldahlutfall þrátt fyrir að við höfum verið í miklum framkvæmdum. Má þar nefna 500 fm2  við- byggingu leikskólans Bergheima og fjárfreka framkvæmd í fráveitukerfi Þorlákshafnar auk hefðbundinna viðhaldsverk- efna og fjármuna veittra til uppbyggingar á ýmsum sviðum. Síðast en ekki síst höfum við keypt til okkar íþróttamannvirkin í Þorlákshöfn sem  áður höfðu verið leigð af Fasteign ehf. en það var afar mikilvægt skref í að ná utan um rekstur og skuldir sveitarfélagsins. Náðist að fjármagna þau kaup á hagstæðum kjörum. Það er skylda þeirra sem ráða för á hverjum tíma að halda ávallt vel utan um rekstur og  eignir sveitarfélagsins. Lækkun skuldahlutfalls sveitarfélagsins á líðandi kjörtímabili sýnir að hægt er að standa að framkvæmdum án þess að það þurfi að stofna til skulda ef vel er staðið að málum. Það dugir þó ekki að dvelja of lengi í  fortíðinni þó af henni þurfi að sjálfsögðu að læra.

Vinnum betur úr því sem við höfum!

Hlúum að innviðum sveitarfélagsins – það á ekki síst við um hið öfluga starf sem fer fram í okkar ágætu stofnunum s.s. á báðum skólastigum sveitarfélagsins, í íþrótta- og æskulýðs-málum og á sviði félags- og velferðarmála. Við höfum öll tækifærin í höndum okkar til að efla innviðina enn frekar en mikilvægt er að taka skrefin ákveðið og  markvisst gera sér grein fyrir langtímaáhrifum, bæði hvað varðar gæði samfélagsins og þess kostnaðarauka sem aukin þjónusta eða uppbygging hefur í för með sér.  Við Framfarasinnar munum á næstu vikum greina frá okkar helstu áherslum fyrir kom- andi kjörtímabil.

Sveinn Steinarsson
oddviti lista Framfarasinna í Ölfusi og forseti bæjarstjórnar í Ölfusi