Bítlatónleikar í Ráðhúsinu

gunnar2Gunnar Ólason söngvari með meiru úr Skítamóral mun koma fram ásamt Bítlabandinu á skemmtilegum tónleikum í Ráðhúsinu í kvöld.

Hljómsveitin mun spila bestu lög Bítlanna en hljómsveitina skipa meistaradeildarlið tónlistarmanna á Suðurlandi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og kostar 1.500 krónur inn. Þyrstir tónleikagestir þurfa ekki að örvænta, því barinn verður opinn.