Þrír iðkendur Þórs í úrtakshóp landsliðsins í badminton

badminton02
Hópurinn í vorferð deildarinnar.

Lokahóf Badmintondeildarinnar fór fram nú á dögunum þar sem haldið var lítið innanfélagsmót auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur. Krakkarnir hafa allir staðið sig vel í vetur og tekið miklum framförum. Þau hafa verið kát og jákvæð á æfingum sem skilar þeim enn betri árangri. Það er gaman að fylgjast með krökkunum taka framförum og mikil hvatning fyrir aðra iðkendur þegar þeir sjá hvað öðrum gengur vel.

Í vetur voru þrír iðkendur valdir í úrtökuhópa fyrir unglingalandslið Íslands í badminton. Það voru þau Jakob Unnar Sigurðarson í úrtakshóp U13 ára, Berglind Dan Róbertsdóttir í úrtakshóp U15 ára og Axel Örn Sæmundsson í úrtakshóp U17 ára en öll mættu þau á æfingar fyrir og eftir áramót. Þessir krakkar eru einbeittir á æfingum og leggja sig hart fram en hafa jafnan mjög gaman af því sem þau eru að gera. Það er mikil hvatning að vera verðlaunaður með þessum hætti og sýnir það að ef viljinn er fyrir hendi er allt mögulegt.

badminton03Þessar tilnefningar hafa einnig veitt öðrum krökkum aukinn innblástur svo það er aldrei að vita nema fleiri bætist við hópinn á næsta ári. Það var því við hæfi að veita í fyrsta skipti sérstakar viðurkenningar fyrir þá sem hafa verið valdir í úrtakshópa unglingalandsliðs Íslands í badminton en þær viðurkenningar hlutu þau Jakob Unnar, Berglind Dan og Axel Örn. Hrafnkell Máni Bjarkason fékk viðurkenningu fyrir bestu ástundun, Berglind Dan Róbertsdóttir fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Axel Örn Sæmundsson hlaut titilinn Badmintonmaður Þórs 2013.

Ég vil óska þessum einstaklingum innilega til hamingju með árangurinn og um leið þakka öllum iðkendum deildarinnar fyrir veturinn.

Karen Ýr Sæmundsdóttir