Setning Hafnardaga í íþróttahúsinu

stukan-26Hafnardagar verða formlega settir í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn klukkan 14:00 í dag, fimmtudag.

Bæjarstjóri Ölfus, Gunnsteinn R. Ómarsson, mun flytja ávarp og tónlistarflutningur verður í höndum Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Listaverðlaun Ölfuss verða einnig afhent við sama tilefni.

Skemmtileg dagskrá verður síðan alla helgina en hægt er að fylgjast með dagskránni inni á heimasíðu Hafnardaga, hafnardagar.is.