Íslenska landsliðið í fótbolta æfir í Þorlákshöfn

Noregur - Ísland, undankeppni HM 2014, knattspyrna, fótboltiÍslenska karlalandslið Íslands í fótbolta mun æfa á Þorlákshafnarvelli í dag og á morgun klukkan 11:30. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir æfingaleik gegn Eistlandi á miðvikudag.

Öllum er velkomið að mæta í stúkuna og fylgjast með bestu fótboltamönnum landsins æfa við frábærar aðstæður í Þorlákshöfn.